Nokkur útköll en engin slys

Mynd frá Egilsstöðum í vetrarbúningi. Myndin er úr safni.
Mynd frá Egilsstöðum í vetrarbúningi. Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Mikið kóf og vindur er á Egilsstöðum þessa stundina, lélegt skyggni og farið að skafa í skafla, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Fáir eru á ferli. 

Lögreglan á Austurlandi hefur verið kölluð út nokkrum sinnum vegna bíla sem voru fastir. Þá hafa björgunarsveitir aðstoðað ökumenn en ekki orðið nein slys.

Lögreglan á Austurlandi bendir á að nú eru vegir víðsvegar á Austurlandi ófærir og lokaðir.

Veður er slæmt og líkur til að það haldist þannig fram á morgundaginn. Lögreglan biður fólk um að fylgjast með veðurspá og færð á vegum og ekki vera á ferðinni á milli svæða að nauðsynjalausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert