Fyrirtæki verði sektuð um allt að 2% árstekna

Ríkisstjórn Angelu Merkel samþykkti nýjar reglur sem veita víðtækar sektarheimildir …
Ríkisstjórn Angelu Merkel samþykkti nýjar reglur sem veita víðtækar sektarheimildir fyrir mannréttinda- og umhverfisbrot. AFP

Þýsk yfirvöld tóku í dag skref í átt að því að draga fyrirtæki, sem starfa á alþjóðavettvangi, til ábyrgðar á vinnuréttar- og umhverfisbrotum sem þau fremja.

Nýsett lög þar í landi veita heimild til að sekta þau fyrirtæki sem eru með árstekjur upp á 400 milljónir evra (61,4 milljarða króna), eða meira, um tvö prósent af þeirri fjárhæð ef verktakar á þeirra vegum eru fundnir sekir um brot á mannréttinda- eða umhverfisreglum.

Lögin koma í kjölfar tveggja alvarlegra vinnuslysa; banvæns bruna í textílverksmiðju í Pakistan og eftir að stífla hrundi í brasilískri járnnámu, en rúmlega 250 verkamenn létust í kjölfar hrunsins. Bæði slysin tengdust þýskum fyrirtækjum.

Þá geta fyrirtæki sætt útilokun frá opinberum innkaupum, ef þau eru fundin sek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert