McGregor á leið í búrið?

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Bardagakappinn Conor McGregor gæti verið á leið aftur í búrið en hann lýsti því yfir opinberlega að hann sé reiðubúinn að mæta Dustin Poirier í Texas hinn 23. janúar. 

McGregor barðist síðast í janúar þegar hann hafði betur gegn Donald Cerrone en í júní tilkynnti McGregor hins vegar að hann væri hættur í UFC. 

Slíkar yfirlýsingar hafa hins vegar ekki haft mikla þýðingu því var það í þriðja sinn á fjórum árum sem McGregor sagðist vera hættur. 

Samkvæmt BBC er McGregor í viðræðum við UFC um að snúa aftur og fá að mæta Dustin Poirier. McGregor sagðist á samfélagsmiðlum sjá fyrir sér að bardaginn myndi fara fram á leikvanginum glæsilega AT&T stadium, heimavelli Dallas Cowboys í NFL-deildinni. 

McGregor sagðist á dögunum vilja mæta Manny Pacquiao í hnefaleikum en ef af þessum viðburðum yrði þá er það væntanlega nokkru síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert