Nemandi í Varmárskóla með veiruna

Varmárskóli í Mosfellsbæ.
Varmárskóli í Mosfellsbæ. mbl.is/Eyþór Árnason

Nemandi í áttunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ hefur greinst með kórónuveiruna. Allir þeir sem voru útsettir fyrir smiti hafa fengið upplýsingar frá skólanum um að fara í sóttkví eftir leiðbeiningum og í samvinnu við smitrakningarteymi almannavarna.

Þetta kemur fram í tilkynningu skólastjóra til foreldra. Skólastarf verður áfram með eðlilegum hætti hjá öðrum nemendum.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér einkenni Covid-19 og halda nemendum heima ef þeir hafa einkenni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert