Twitch fer í mál við notendur vegna hatursárása

Twitch
Twitch Skjáskot/youtube.com/Twitch

Síðan snemma í ágúst hefur Twitch verið í vandræðum með notendur sem hafa tekið upp á því að hefja árásir á beinum útsendingum hjá saklausum streymendum. Árásir þessar innihalda hatur í garð þess sem sér um útsendinguna hverju sinni.

Kærðu til héraðsdóms

Eftir að hafa reynt að leysa úr málum sjálft kærði Twitch tvo notendur á fimmtudaginn til héraðsdóms í Norður-Kaliforníu. Talið er að þessir tveir notendur hafi staðið á bak við fjöldann allan af árásum, en árásirnar hafa innihaldið hatur gagnvart kynþáttum og kynferði notenda, sem er skýrt brot á reglum Twitch. 

Slík áreitni ekki ný af nálinni

Áreitni í tengslum við kyn, kynþátt og kynferði er ekki ný af nálinni á Twitch, en síðastliðinn mánuð hafa árásir í garð þessara þátta aukist gríðarlega. Í ljósi þess ákvað Twitch að grípa í taumana og hefja málsókn.

Hafa reynt að koma í veg fyrir árásirnar með litlum árangri

Twitch hefur gert vissar breytingar til þess að reyna koma í veg fyrir slíka atburði og hefur meðal annars bannað þúsundir notenda síðan í ágúst. Það er hinsvegar erfitt að koma í veg fyrir að þeir notendur búi til nýjan aðgang og hefur verið erfitt að stjórna því vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert