Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stimplaði sig út af næturvakt og fór í veikindaleyfi

Theó­dór Skúli Sig­urðs­son brann fyr­ir lækn­is­fræði, vildi allt fyr­ir sjúk­linga sína gera en hafði hvorki að­stæð­ur né úr­ræði til þess. Hann átti æ erf­ið­ara með að slíta sig frá vinnu, þar til hann lenti í heim­speki­legu sam­tali um til­gang lífs­ins við mann deyj­andi konu, og þar með var það ákveð­ið, hann yrði að skipta um kúrs. Þau Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir ræða streitu, að­ferð­ir til að tak­ast á við hana og lær­dóm­inn.

Stimplaði sig út af næturvakt og fór í veikindaleyfi

Theódór Skúli Sigurðsson, sérfræðingur í barnasvæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og formaður Félags sjúkrahúslækna, fór í þriggja mánaða leyfi í fyrra vegna streitu. Botninum náði hann í tengslum við alvarleg veikindi móður sinnar, sem var langt gengin með krabbamein og komin inn á hjúkrunarheimili. „Hún var í raun að bíða eftir dauðanum. Þetta var mjög erfitt og langdregið ferli, en ég vildi vera hjá móður minni. Það steypti mér endanlega fram af brúninni. Allt annað fékk að láta undan, fjölskylda, vinna, rannsóknir, allt annað,“ útskýrir hann. „Ég beið skipbrot.“

Hann var á næturvakt þegar eiginmaður konu sem lá fyrir dauðanum á gjörgæslu tók hann tali. „Um miðja nótt lentum við í heimspekilegum umræðum um lífið og tilveruna, hvernig allt breytist á einu augnabliki og hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Ég kláraði síðan næturvaktina, skrifaði tölvupóst til yfirlæknisins og lýsti kulnunareinkennum. Ég sagðist þurfa að taka mér hlé, því ég …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þuríður Þráinsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel Theó­dór
    0
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ríkisstjórnin er að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar með einkavinavæðingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár