Körfubolti

Ægir Þór og félagar úr leik

Atli Arason skrifar
Ægir Þór í landsleik með Íslandi.
Ægir Þór í landsleik með Íslandi. Vísir/Hulda Margrét

Ægir Þór Steinarsson og félagar í HLA Alicante eru úr leik í úrslitakeppni Leb Oro deildarinnar á Spáni, eftir 60-63 tap gegn Zunder Palencia í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum.

Alicante tapaði öllum þrem viðureignum gegn Palencia og voru því sópað úr leik.

Ægir skoraði 4 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 5 fráköst.

Alicante byrjaði leikinn af krafi og komust í 10-1 forustu áður en Palencia gerði 8 stiga áhlaup til að loka fyrsta leikhluta sem lauk 10-9. Palencia gerði svo gott betur í öðrum fjórðung sem liðið vann 12-16 og hálfleikstölur því 22-25.

Ægir Þór og félagar náðu aftur forskotinu í þriðja leikhluta áður en Palencia kom til baka og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 41-41.

Alicante voru betri á fyrri helming fjórða leikhluta þegar liðið komst yfir en aftur misstu þeir forskotið niður, Palencia tók yfirhöndina og vann að lokum nauman tveggja stiga sigur, 60-63. Ægir og félagar eru því komnir í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×