Sú besta sleit krossband og missir af EM

Alexia Putellas varð fyrir alvarlegum meiðslum í morgun.
Alexia Putellas varð fyrir alvarlegum meiðslum í morgun. AFP/Lluis Gene

Spænska stórstjarnan Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, missir af EM 2022 á Englandi, sem hefst á morgun, eftir að hún sleit fremra krossband í hné.

Fyrr í dag var greint frá því að Putellas, sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu, hefði meiðst á hné á æfingu með landsliðinu í morgun.

Eftir frekari læknisskoðun kom í ljós að krossbandið er slitið og verður Putellas því frá fram á næsta ár.

Putellas var á síðasta ári valinn besta knattspyrnukonan af FIFA og vann sömuleiðis Gullknöttinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert