Sex þrennur á tveimur tímabilum (myndskeið)

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, er engum líkur. Á tæplega tveimur tímabilum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann þegar skorað þrennu sex sinnum.

Um helgina skoraði Haaland fernu í 5:1-sigri á Wolverhampton Wanderers.

Hann var fjórum sinnum með þrennu á síðasta tímabili þegar hann skoraði 36 mörk og sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar og hefur á þessu tímabili skorað eina fernu og eina þrennu. Er Norðmaðurinn markahæstur í deildinni með 25 mörk.

Allar þrennur, og fernu, Haalands í deildinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert