Matvælaframleiðsla framtíðarinnar

Freyja Þorvaldardóttir bóndi segir að það hafi aldrei verið mikilvægara að þær þjóðir sem hafa til þess svigrúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Auglýsing

Líf okkar allra hefur ein­hverja teng­ingu við land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu. Þessar greinar upp­fylla eina af grunn­þörfum okkar sem veita okkur orku svo að við getum sinnt okkar marg­vís­legu hlut­verkum í sam­fé­lag­inu.

Mat­væla­fram­leiðsla og hvernig við stundum land­búnað hefur tekið miklum breyt­ingum í gegnum ald­irn­ar. Mað­ur­inn hefur notað hyggju­vitið og beitt þannig ólíkum aðferðum á ólíkum stöð­um. Hann hefur notað mis­mun­andi búfjár­stofna, lagt ólíkar áherslur í kyn­bótum og á mis­mun­andi  yrki í jarð­rækt og græn­met­is­fram­leiðslu. Allt hefur þetta verið gert með það í huga hverjir styrk­leikar og veik­leikar þess rækt­ar­lands og búfjár­stofna sem hver og einn hefur úr að spila.

Með síauk­inni eft­ir­spurn eftir ódýrum mat­vælum ásamt gríð­ar­legum tækni­fram­förum hefur fram­leiðsla á mat­vælum færst lengra og lengra frá upp­runanum og að mörgu leyti lengra frá sjálf­bærni. Þessar breyt­ingar hafa orðið til þess að margir neyt­endur eru sífellt minna tengdir virð­is­keðj­unni sem liggur frá bónda og þangað til mat­ur­inn birt­ist þeim í hillum stór­mark­aða. Virði þeirrar vinnu, orku og auð­linda sem liggja á bak við mat­væla­fram­leiðsl­una dofnar því æ meira í augum þessa hóps. Það er kannski ein af ástæðum þess hversu miklum mat­vælum við sóum, sér­stak­lega hérna megin á jörð­inni. Við höfum til­hneig­ingu til þess að bera meiri virð­ingu fyrir því sem við borgum meira fyrir og hvernig endar þetta þá? Verða mat­vælin sífellt ódýr­ari og virð­ing okkar fyrir þeim minnkar í sam­ræmi við það? Eða tökum við okkur saman í and­lit­inu og hugsum hlut­ina upp á nýtt?

Auglýsing
Það er áhuga­vert að velta því fyrir sér hversu sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla í heim­inum er þegar hún er skoðuð út frá stoðum sjálf­bærrar þró­un­ar. Það leiðir hug­ann að spurn­ingum eins og hvort að það sé raun­hæft mark­mið að mat­væli séu fram­leidd með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Sér­stak­lega í ljósi þess að okkur hefur enn ekki tek­ist að fram­leiða nægi­legt magn svo allir jarð­ar­búar geti farið saddir að sofa. Á hinn bóg­inn má spyrja hvort að það sé ekki algjör­lega nauð­syn­legt að við stundum mat­væla­fram­leiðslu með sem allra sjálf­bærustum hætti? Í það minnsta ef við viljum eiga áfram­hald­andi mögu­leika á að búa á jörð­inni og með til­lit til þess hversu hratt fólki hér fjölg­ar.

Hvað er sjálf­bær þró­un?

Við­fangs­efni sjálf­bærrar þró­unar er að greina hluti út frá öllum þremur stoðum sem sjálf­bær þróun byggir á. Stoð­irnar eru sam­fé­lags­leg, efna­hags­leg og umhverf­is­leg áhrif. Stoð­irnar skar­ast sín á milli en hug­mynda­fræðin er sú að sjálf­bærn­ina sé að finna þar sem þær mæt­ast all­ar. En er það raun­veru­lega hægt eða bara fal­leg hug­mynda­fræði sem hægt er að skrifa um? Sínum augum lítur hver silfrið og óhjá­kvæmi­lega koma upp vafa­mál og ágrein­ings­at­riði þar sem ólíkar greinar og hags­muna­að­ilar telja eitt vega þyngra en annað og svo öfugt.

Það má auð­veld­lega færa rök fyrir því að hug­ar­fars­breyt­ingin sé fyrsta skrefið í átt að stærri breyt­ingum og mik­il­vægi þess að umræð­unni sé gefið rými í sam­fé­lag­inu. Besta leiðin til að þroska hana hlýtur að vera að hleypa sem flestum ólíkum sjón­ar­miðum að borð­inu. Með­al­hófið er oft að finna mitt á milli hinna and­stæðu póla.

Hungur í heim­inum

Sam­kvæmt The United Nation Food and Agricultural Org­an­ization (FAO) eru um millj­arður fólks í heim­inum sem lifir við við­var­andi hung­ur, ef við bætum við þeim sem lifa við vannær­ingu hækkar talan enn og meira. Þessar tölur sýna okkur svart á hvítu hversu stórt og ærið verk­efni það er að fram­leiða mat­væli fyrir alla jarð­ar­búa. Það sem flækir þetta verk­efni enn og meira er mikil mis­skipt­ing jarð­ar­búa þegar kemur að aðgengi að rækt­ar­landi, vatni, áburði og öðru því sem til þarf við fram­leiðslu á mat­vælum (Christ­ian Smeds­haug, 2010). 

Þessar tölur eru slá­andi og eru svo stórar að óhjá­kvæmi­lega vex manni verk­efnið í aug­um. Það leiðir einnig hug­ann að því hvort að það sé jafn­vel frekja í okkur Vest­ur­landa­búum að vilja leggja áherslu á sjálf­bærni í fram­leiðslu á mat­vælum þegar svo stór hluti jarð­ar­búa vill ein­ungis sjá fjöl­skyldum sínum far­borða. Því fólki er senni­lega nokk sama um hvort að mat­vælin sem þeir koma höndum á séu fram­leidd með sjálf­bærni að mark­miði eða ekki. 

Hinir for­dæma­lausu kór­ónu­tímar

Kór­ónu­veiran hefur minnt okkur hressi­lega á hversu tengd við erum og hversu lít­ill heim­ur­inn er í raun. Hún minnir okkur líka á mik­il­vægi þess hvernig við með­höndlum mat­væli, hrein­leika þeirra og heil­næmi. Þegar kemur að veirunni erum við öll í sama báti og reynum í sam­ein­ingu og eftir bestu getu að ráða nið­ur­lögum henn­ar. En ekk­ert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þegar við neydd­umst til að ýta á off takk­ann kom ýmis­legt fal­legt í ljós.

Nátt­úran í kringum okkur fékk loks­ins tæki­færi til að fær­ast nær sinni upp­runa­legu mynd. Í miðju kór­ónu­fár­inu fengum við skyndi­lega tæki­færi til hugsa hlut­ina upp á nýtt. Tæki­færi til að draga and­ann djúpt, taka eitt skref aftur á bak og end­ur­meta stöð­una. Er ekki eitt og annað sem við getum gert öðru­vísi og meira í anda sjálf­bærrar þró­un­ar? Bæði þegar kemur að mat­væla­fram­leiðslu og öðrum grein­um? Þetta óvænta tæki­færi skyldum við ekki láta okkur úr greipum ganga. Það hefur því aldrei verið mik­il­væg­ara að þær þjóðir sem hafa til þess svig­rúm leggi sig fram við að leita leiða og stunda sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu. Rétti tím­inn er einmitt núna.

Höf­undur er bóndi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar