Algjört lágmark fyrir Liverpool að komast í Meistaradeildina

Mohamed Salah er sár og svekktur.
Mohamed Salah er sár og svekktur. AFP/Darren Staples

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, er í sárum eftir að það varð endanlega ljóst að liðið nær ekki Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu.

Manchester United vann öruggan 4:1-sigur á Chelsea í gærkvöldi og þá varð ljóst að liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og að Liverpool getur ekki náð erkifjendunum að stigum.

„Ég er miður mín. Það er ekki ein einasta afsökun fyrir þessu. Við höfðum allt sem til þurfti til þess að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári og okkur mistókst það.

Við erum Liverpool og það að komast í keppnina er algjört lágmark. Mér þykir þetta leitt en það er of snemmt að skrifa upplífgandi eða bjartsýna færslu.

Við brugðumst ykkur og sjálfum okkur,“ skrifaði verulega ósáttur Salah á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert