FH-ingar fögnuðu sigri í fyrsta leik

Ásbjörn Friðriksson skoraði fjögur mörk.
Ásbjörn Friðriksson skoraði fjögur mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH fer vel af stað í Olísdeild karla í handbolta en liðið vann 25:22-sigur á Gróttu á heimavelli fyrsta leik sínum á tímabilinu í kvöld. Grótta er enn án stiga eftir tvo leiki.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 4:4 eftir tíu mínútur. FH komst í 6:4 og bætti hægt og örugglega í forskotið út hálfleikinn, en staðan í leikhléi var 14:9, FH í vil.

FH hélt frumkvæðinu framan af í seinni hálfleik, en Grótta neitaði að gefast upp og minnkaði muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir, 22:20. FH-ingar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og fögnuðu sigri.

Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Ágúst Birgisson og Jakob Martin Ásgeirsson skoruðu fjögur mörk hver fyrir FH og Lúðvík Arnkelsson gerði fimm fyrir Gróttu.

Mörk FH: Egill Magnússon 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Ágúst Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Gytis Smantauskas 3, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2. 

Varin skot: Phil Döhler 14. 

Mörk Gróttu: Lúðvík Bergmann Arnkesson 5, Andri Þór Helgason 4, Birgir Steinn Birgisson 3, Ólafur Brim Stefánsson 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Akimasa Abe 1. 

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert