fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Pepsi-Max deildin: Vesturbæjarstórveldið mætir í Kópavoginn – Nýliðarnir heimsækja Víkinga

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 09:37

/ Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla í kvöld. Víkingur Reykjavík fær nýliða deildarinnar Keflavík í heimsókn í Fossvoginn og á Kópavogsvelli fer fram stórleikur umferðar þegar Breiðablik tekur á móti KR.

Breiðablik er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið í deildinni í ár og það lið sem flestir spá að geti veitt Íslandsmeisturum Vals samkeppni á tímabilinu um Íslandsmeistaratitilinn.

Blikar fá hins vegar verðugt verkefni í fyrsta leik þegar að KR-ingar mæta í heimsókn, það er alltaf krafa um titil hjá KR sem vill án efa byrja mótið af krafti. Vesturbæjarstórveldinu svokallaða hefur gengið vel á Kópavogsvellinum síðastliðin tvö tímabil. Leik liðanna í fyrra endaði með 2-0 sigri KR og árið þar áður vann KR 2-1 sigur.

Ljóst er að hart verður barist á Kópavogsvelli en leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.

Á Víkingsvelli taka heimamenn í Víkingi Reykjavík á móti nýliðum deildarinnar, Keflavík. Ljóst er að um áhugaverðan leik er að ræða en Keflavík mætir til leiks með sterkt lið sem er þvert á hefðina ekki spáð falli, en það er einmitt oftast raunin með nýliða í deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Í gær

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við