Innlent

Aðeins nemendur og kennarar miðstigs Oddeyrarskóla í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.
Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn. Oddeyrarskóli

Nemendur og kennarar miðstigs í Oddeyrarskóla á Akureyri fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá einum nemendanna. Aðrir nemendur og kennarar við skólann sem voru í úrvinnslusóttkví eru nú lausir úr henni.

Smitrakning í tengslum við smitið í skólanum er enn í gangi. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að henni sé nánast lokið og niðurstaðan sé sú að nemendur og kennarar á miðstigi fari í sóttkví en aðrir nemendur og kennarar ekki. Allir voru settir í úrvinnslusóttkví eftir að smitið greindist.

Í tilkynningu frá Oddeyrarskóla í dag kemur fram að hann verði lokaður mánudaginn 19. október vegna smitsins. Í kjölfarið tæki við haustfrí út næstu viku. Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.

Þær aðgerðir sem verður farið í á þessu stigi í samráði við almannavarnir eru:

  • Allir nemendur í 5. 6. og 7. bekk fara í sóttkví og verða boðaðir í sýnatöku upp úr miðri næstu viku.
  • Allir starfsmenn á miðstigi, kennarar og stuðningsfulltrúar og allir þeir sem hafa verið í beinum tengslum við hin smitaða í fimmtán mínútur eða lengur fara í sóttkví.
  • Úrvinnslusóttkví er því aflétt hjá öðru starfsfólki en um að gera að fara að öllu með gát hér eftir sem hingað til.
  • Skólinn verður eftir sem áður lokaður á mánudag til að takmarka umgengni.
  • Frístund verður lokuð alla næstu viku þar sem margir starfsmenn eru í sóttkví.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×