Kaj Leo og Guðmundur Andri í tveggja leikja bann

Guðmundur Andri Tryggvason í leik KA og Vals í gær …
Guðmundur Andri Tryggvason í leik KA og Vals í gær þar sem hann fékk rauða spjaldið. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skagamaðurinn Kaj Leo i Bartalsstovu og Valsmaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason voru í dag báðir úrskurðaðir í  tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Báðir fengu þeir rauða spjaldið í leikjum liða sinna í gærkvöld, Guðmundur Andri fyrir að slá í andlit Kristians Jajalo markvarðar KA í leik KA og Vals á Akureyri og Kaj Leo fyrir að hrinda leikmanni Leiknis utan vallar undir lok leiks Leiknis og ÍA í Efra-Breiðholti.

ÍBV missir tvo varnarmenn í bann vegna fjögurra gulra spjalda en það eru Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon. KR-ingurinn Kennie Chopart er jafnframt kominn í eins leiks bann, eins og Leiknismaðurinn Maciej Makuszewski, Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson og Víkingurinn Júlíus Magnússon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert