Lætur af störfum eftir 17 ár í Hæstarétti

Frá vinstri; Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri, …
Frá vinstri; Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri, Þorsteinn A. Jónsson, fráfarandi skrifstofustjóri, og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti Hæstaréttar. Ljósmynd/Hæstiréttur Íslands

Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, hefur látið af störfum eftir rúm 17 ár í starfi. Í tilefni þess kom starfsfólk réttarins saman síðastliðinn föstudag og hélt upp á langan feril Þorsteins. 

Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar.

Við starfi Þorsteins tekur Ólöf Finnsdóttir. 

Ólöf lauk laga­námi frá Há­skóla Íslands árið 1988 og fram­halds­námi í lög­fræði frá Cambridge Uni­versity árið 2002.

Þá hef­ur Ólöf gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra dóm­stóla­sýsl­unn­ar frá stofn­un henn­ar árið 2017. Áður var hún fram­kvæmda­stjóri dóm­stólaráðs á ár­un­um 2011 til 2017 og skrif­stofu­stjóri Héraðsdóms Reykja­vík­ur á ár­un­um 2006 til 2011. 

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni en á henni má sjá frá vinstri Benedikt Bogason, forseta Hæstaréttar, Ólöfu Finnsdóttur, nýskipaðan skrifstofustjóra, Þorstein og Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert