Prestarnir fljúga út í Grímsey í dag

Brunarústir kirkjunnar í Grímsey.
Brunarústir kirkjunnar í Grímsey. Ljósmynd/Svafar Gylfason

Prestarnir sem þjóna í Miðgarðakirkju, sem brann til kaldra kola í Grímsey seint í gærkvöldi, fljúga til eyjarinnar í dag til að skoða aðstæður og ræða við íbúana.

Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur á Möðruvöllum, er annar þeirra en kirkjan er innan Dalvíkurprestakalls. „Fyrstu viðbrögð eru sjokk,” segir hann spurður út í eldsvoðann.

Oddur Bjarni Þorkelsson.
Oddur Bjarni Þorkelsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég fregnaði þetta seint í gærkvöldi þegar þetta hafði gerst. Maður er sleginn. Þetta er ásýnd staðar, þetta er gömul kirkja sem ákaflega margir bindast tilfinningalegum böndum,” segir Oddur Bjarni og nefnir að börn hafi verið skírð og fermd þar, fólk gengið í hjónaband í kirkjunni og kvatt fólkið sem það elskar.

Spurður út í framhaldið hvað varðar starfsemina og söfnuðinn segir hann ekkert fast í hendi. Í morgun ræddi hann við biskupsritara en vill annars ekki fullyrða um neitt að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert