Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hagnaðist um 9,9 milljarða dala á síðasta ári, en félagið birti uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung nú í vikunni.

Tekjur félagsins námu 156,7 milljörðum dala á árinu. Þrátt fyrir myndarlegan hagnað dróst framlegðin saman á milli ára og nam einungis 6,3%.

Þá hafði félagið áður gert ráð fyrir að hagnaðurinn yrði á bilinu 9,6 til 11,2 milljarðar dala. Félagið gerir ráð fyrir hagnaði á þessu ári sem nemur á bilinu 8,7 til 10,1 milljarða dala.