Þótti ekki nógu „heit“

Carey Mulligan.
Carey Mulligan. AFP

Enska leikkonan Carey Mulligan hefur að langmestu leyti fengið lofsamlega dóma um frammistöðu sína í dramatryllinum Promising Young Woman og er tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Þó hefur komið fram að ein umsögn fór fyrir brjóstið á henni, í tímaritinu Variety seint á síðasta ári. Leikur hennar þótti að vísu ljómandi góður en gagnrýnandinn, Dennis Harvey, sem starfar sjálfstætt, lét að því liggja að hún væri ekki nógu „heit“ fyrir hlutverkið og gaf í skyn að ástralska leikkonan Margot Robbie, sem einmitt er einn framleiðandi myndarinnar, hefði frekar átt að fara með það.

Mulligan svaraði þessu fullum hálsi í viðtali við The New York Times, kvaðst hafa tekið þessi ummæli nærri sér og að gagnrýni ætti að vera á faglegum nótum og snúast um listina en ekki hvort gagnrýnandinn vildi sjá hina eða þessa leikkonuna í tilteknu hlutverki. Variety tók undir þetta sjónarmið og bað Mulligan formlega afsökunar á þessum hluta umsagnarinnar. 

Nánar er fjallað um Promising Young Woman í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg