Sonur Tom Hanks í bobba

Chet Hanks.
Chet Hanks. Skjáskot/Instagram

Kiana Parker, fyrrverandi kærasta Chets Hanks, sonar stórleikarans Tom Hanks, hefur farið fram á að hann greiði henni 1 milljón bandaríkjadala í skaðabætur. Parker segir að Hanks hafi beitt hana ofbeldi í sambandinu og hann hafi lamið hana í fjölda skipta frá október 2020 fram í janúar 2021.

Í gögnum málsins greinir Parker frá atviki sem gerðist í New Orleans í Louisiana þar sem hann hafi gripið í hendur hennar og hent henni til á hótelherbergi vegna þess að hún ætlaði að fara út af herberginu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samband þeirra Hanks og Parker bregður fyrir í fjölmiðlum en í byrjun árs voru birtar myndir af Hanks þar sem hann var blóðugur á höfðinu. Þá sagði hann að Parker hefði veitt honum áverkana. 

Seinna fór Parker fram á nálgunarbann gegn Hanks. Hann hefur neitað ásökunum hennar síðan í janúar og sjálfur kært hana fyrir ofbeldi og sakaði hana einnig um að hafa stolið peningum af honum. Hanks segir að Parker sé aðeins að halda þessu fram þar sem hann sé sonur stórleikarans Tom Hanks. 

Marty Singer, lögmaður Hanks, sagði í viðtali við TMZ að kæra Parker sé svar við kæru Hanks frá því snemma í mars. Hann efist ekki um mál verjanda síns þar sem til sé myndband sem sýni svart á hvítu hvað fór fram á milli parsins fyrrverandi. „Ásakanir hennar eru algjörlega falskar, uppspunnar og algjör skáldskapur,“ sagði Singer.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg