Innlent

Sá sem lést var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri

Birgir Olgeirsson skrifar
Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi
Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem lést í Sky Lagoon á sjöunda tímanum í gærkvöldi var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri. Maðurinn var gestur í lóninu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlátið til rannsóknar en ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Maðurinn var gestur baðlónsins, sem er á Kársnesi í Kópavogi, en aðrir gestir urðu vitni að miklum viðbúnaði lögreglu- og sjúkraflutningamanna sem komu á vettvang með miklum hraði.

Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og var maðurinn svo fluttur á Landspítalann hvar hann lést.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Verið sé að ræða við vitni og fara yfir gögn málsins.

Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu lögreglu.

Um sexleytið í gær var lögreglan kölluð að Sky Lagoon í Kópavogi vegna karlmanns á þrítugsaldri sem hafði misst meðvitund. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og var maðurinn, sem var gestkomandi á staðnum, síðan fluttur á Landspítalann, en hann lést svo þar í gærkvöld.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×