Sá yngsti til að skora í yfir 100 ár

Jamal Musiala fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi.
Jamal Musiala fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi. AFP

Jamal Musiala varð í gærkvöldi næstyngsti leikmaðurinn og sá yngsti í meira en 100 ár til að skora mark fyrir þýska karlalandsliðið í knattspyrnu þegar hann innsiglaði 4:0 sigur þess gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022.

Sá yngsti til að skora mark í sögu þýska landsliðsins var Marius Hiller þegar hann skoraði sitt eina landsliðsmark í 3:2 sigri í vináttuleik gegn Sviss fyrir rúmum 111 árum, í apríl árið 1910.

Hiller var þá 17 ára og 241 dags gamall en í gær var Musiala 18 ára og 227 daga gamall er hann skoraði og varð næstyngsti markaskorarinn þegar Þýskaland tryggði sér sæti á HM í Katar fyrst liða fyrir utan gestgjafana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert