Beint: ræða áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið

Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal ræða áhrif sóttvarnaaðgerða á …
Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal ræða áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir í dag. Samsett mynd

Efnahags- og viðskiptanefnd  Alþingis heldur opinn fjarfund í dag kl. 13:30. Tilefnið eru áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir.

Gestir fundarins verða:

Kl. 13:30 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Kl. 13:50 Drífa Snædal forseti, Róbert Farestveit og Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands.

Kl. 14:10 Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Kl. 14:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis.

Fylgst verður með fund­in­um í beinu streymi hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert