„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“

Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Fjöl­margir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar og tveir þing­menn Vinstri grænna gagn­rýndu harð­lega afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt til Alþingis undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata sagði meðal ann­ars að það væri lygi hjá Útlend­inga­stofnun að alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hefði sam­þykkt það verk­lag sem hún lagði fram 2018 til þess að hún þyrfti ekki „að standa í því að afgreiða jafn margar umsóknir til Alþingis og raun bar vitn­i“.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata hóf umræð­una og benti á að um ára­bil hefði það fyr­ir­komu­lag verið haft á afgreiðslu umsókna um rík­is­borg­ara­rétt sem beint væri til Alþingis að þær færu í gegnum Útlend­inga­stofnun sem tæki þær saman ásamt öðrum upp­lýs­ingum og sendi Alþingi til afgreiðslu.

Sagði hún að staðið hefði til að gera þetta nú rétt fyrir jólin líkt og endranær en vegna „tregðu Útlend­inga­stofn­un­ar“ til að afhenda gögnin hefði alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd farið fram á afhend­ingu þeirra með vísan til laga um þing­sköp Alþingis sem kveður á um skýra skyldu stjórn­valda til að verða við slíkri beiðni þing­nefnd­ar.

Auglýsing

„Hefur stofn­unin nú þriðja sinni sýnt þing­inu þá van­virð­ingu að lýsa því yfir að hún muni ekki afhenda þing­inu umbeðin gögn og upp­lýs­ing­ar, að sögn sam­kvæmt fyr­ir­mælum ráð­herra. Fer ég því fram á að for­seti standi vörð um virð­ingu Alþingis Íslend­inga og gangi á eftir því að stjórn­völd sinni lög­bund­inni skyldu sinni til að afhenda þing­inu gögn og upp­lýs­ingar sem óskað hefur verið eftir með vísan til laga um þing­sköp Alþing­is,“ sagði Arn­dís Anna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Baga­legt að Útlend­inga­stofnun hafi ekki orðið við beiðn­inni fyrir jólin

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar benti í fram­hald­inu á að öll nefndin væri sam­mála um að þetta væri alger­lega óboð­legt.

„Þess vegna tek ég undir orð hátt­virtrar þing­konu þar sem við óskum eftir atbeina for­seta, að hún beiti sér fyrir því að Útlend­inga­stofnun verði við þess­ari beiðni okk­ar. Það var auð­vitað baga­legt að þetta gæti ekki gerst fyrir jól eins og van­inn er í venju­legu árferði, en okkur var gefið vil­yrði fyrir því að fá gögnin fyrir 1. febr­úar þannig að við gætum klárað þetta. Ég óska sem sagt eftir því að þingið og for­seti legg­ist á eitt um að fara fram á þetta,“ sagði hann.

„Í algeru sam­ræmi og sam­hengi við það hvernig núver­andi rík­is­stjórn umgengst þing­ið“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar sagð­ist ein­dregið taka undir til­mæli þing­mann­anna sem rætt höfðu málið á undan henni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta er algjör­lega óboð­legt og þá er orðin veru­leg stefnu­breyt­ing í sam­skiptum nefnd­ar, í þessu til­viki und­ir­nefnd­ar­innar varð­andi rík­is­borg­ara­rétt­inn, og ráðu­neyt­is­ins. Það þarf að kom­ast á hreint hvort þetta er mark­visst af hálfu rík­is­stjórnar og ráð­herra sem fer með þennan mála­flokk. Þing­nefndin og þing­menn­irnir sem vinna að því að fara yfir gögn varð­andi rík­is­borg­ara­rétt­inn verða að hafa aðgang að öllum gögn­um. Það er réttur okkar og skylda til að við getum sinnt því hlut­verki sem við höfum skrifað und­ir, það er stjórn­ar­skrár­var­inn eið­ur. Mér finnst þetta afskap­lega baga­legt en um leið er þetta í algeru sam­ræmi og sam­hengi við það hvernig núver­andi rík­is­stjórn umgengst þing­ið,“ sagði hún.

Hvað er þetta annað en gríð­ar­leg van­virð­ing við Alþingi?

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata tók þátt í umræð­unum og sagði hann að honum rynni blóðið til skyld­unnar að tjá sig um afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt til Alþingis vegna þess að hann sat í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd síð­ustu tvö kjör­tíma­bil.

„Þá reyndi stofn­unin með lið­sinni ráðu­neyt­is­ins ítrekað að breyta verk­lagi; með góðu eða illu skyldi breyta verk­lagi þannig að hún þyrfti ekki að standa í því að afgreiða jafn margar umsóknir til Alþingis og raun bar vitni. Nú hátt­aði svo til við upp­haf þessa kjör­tíma­bils að nýliðar skip­uðu alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd að mestu leyti. Þeim var talin trú um að orðið hefði sam­mæli á síð­asta kjör­tíma­bili um breytt verk­lag, það verk­lag sem stofn­unin er núna ein­hliða búin að ákveða að beita.

Ég er hér kom­inn, frú for­seti, til að segja að þetta er lygi. Það er lygi hjá Útlend­inga­stofnun að alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hafi sam­þykkt það verk­lag sem hún lagði fram hér 2018. Við gerðum það aldrei. Ekki einn ein­asti þing­mað­ur, hvorki stjórnar né stjórn­ar­and­stöðu á þeim tíma, sam­þykkti að Útlend­inga­stofnun myndi hunsa lög­boðið verk­efni sitt gagn­vart rík­is­borg­ara­rétti. Hún heldur því fram, fær það ekki sam­þykkt. Gerir þetta samt svona. Hvað er það, frú for­seti, annað en gríð­ar­leg van­virð­ing við Alþing­i?“ spurði hann.

„... fyr­ir­gef­ið, ég ætl­aði að segja eitt­hvað dálítið ljótt“

Bjarkey Olsen Mynd: Bára Huld Beck

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður Vinstri grænna tók undir með stjórn­ar­and­stöð­unni. „Mér finnst þetta alveg frá­leitt. Það eru hér lög og eftir þeim eigum við að fara. Ég hef setið í und­ir­nefnd­inni sem fjallað hefur um slík mál, þ.e. rík­is­borg­ara­rétt, og eins og hér hefur komið fram þá hefur verið reynt að breyta verk­lag­inu. Það má vel vera að því þurfi að breyta, en það ger­ist ekki ein­hliða í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Það ger­ist í með­förum þings­ins. Og þess vegna verður hæstv. dóms­mála­ráð­herra að hlut­ast til um það að Alþingi fái þessi gögn til að klára vinnu sína. Hvort ráð­herr­ann vill svo í fram­hald­inu taka eitt­hvert sam­tal um það að breyta verk­lag­inu er bara allt annað mál. Lögin eru svona í dag og eftir þeim ber að fara.

Þetta er alger­lega ólýð­ræð­is­legt og ógeð ... fyr­ir­gef­ið, ég ætl­aði að segja eitt­hvað dálítið ljótt. Við getum ekki látið koma svona fram við okkur af hálfu fram­kvæmd­ar­valds­ins. Það á ekk­ert með að hlut­ast til með þessum hætti um verk­lag sem er í lögum og við störfum eftir hér á Alþingi. Þannig að hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra verður að hlut­ast til um að við fáum þessi gögn,“ sagði Bjarkey.

Þarf að breyta umsýsl­unni

Jódís Skúladóttir Mynd: Bára Huld Beck

Annar þing­maður Vinstri grænna tók til máls, Jódís Skúla­dótt­ir. „Ég kem hingað til að taka undir það sem hér hefur verið sagt. Þetta er auð­vitað glóru­laust. Og það að við sem sitjum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, við sem sitjum í und­ir­nefnd­inni, bíðum gagna á meðan þessi hringa­vit­leysa milli stofn­unar og ráðu­neyt­is, þar sem hver vísar á ann­an, er að leys­ast er óboð­legt. Ég vil minna á að regl­urnar voru á heima­síðu Útlend­inga­stofn­unar til 1. októ­ber. Umsækj­endur greiða fyrir þessar umsóknir sem ber að vísa til Alþing­is. Því verður að fara eftir þessum lög­um. Það er nátt­úr­lega bara galið að stofnun eða ráðu­neyti ætli ein­hliða að breyta þessum vinnu­regl­um.

Ég ætla líka að bæta því við að við erum sjálf­sagt mörg sam­mála því að umsýsl­unni þarf að breyta. Hún er ekki frá­bær eins og hún er. En það verður ekki gert með ein­hliða ákvörðun sem okkur ber svo að fara eft­ir. Það virkar ekki þannig,“ sagði Jódís.

Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, for­seti 2. vara­for­seti Alþing­is, tók til máls og sagði að hún vildi láta þess getið að hún myndi beita sér fyrir því að sam­tal færi fram á milli Alþingis og fram­kvæmd­ar­valds­ins um þetta mál, þ.e. um sam­skipti Útlend­inga­stofn­unar og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar.

Finnst óeðli­legt hversu hátt hlut­fall rík­is­borg­ara­rétt­ar­veit­inga fer fram með lögum frá Alþingi

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra bland­aði sér í umræð­urnar og sagði að þingið ætti auð­vitað rétt á því að fá send gögn sem því ber lögum sam­kvæmt.

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég ætla hins vegar að vekja athygli á öðru í þessum mála­flokki almennt sem mér finnst vera mik­ill skortur á að sé tekið inn í umræð­una hér, sem er að það er auð­vitað full­kom­lega óeðli­legt hversu hátt hlut­fall rík­is­borg­ara­rétt­ar­veit­inga fer fram með lögum frá Alþingi. Það gefur til­efni til þess að skoða lögin sjálf. Ef vilji lög­gjafans stendur til þess að rýmka mjög veru­lega skil­yrði þess að fá rík­is­borg­ara­rétt á Íslandi þá á að breyta lög­unum en ekki vera með upp­hróp­anir hér á þingi um þau mál sem fengið hafa nei­kvæða afgreiðslu réttrar stofn­unar á grund­velli þeirra laga sem Alþingi sjálft setti, að allir neit­an­irnar þurfi að koma til þings­ins vegna þess að þingið ætli að fara aftur yfir það hvers vegna málin hafa ekki fengið afgreiðslu.

Hérna höfum við í sumum til­fellum verið að tala um á annað hund­rað veit­ingar rík­is­borg­ara­réttar með lögum sem er full­kom­lega óeðli­legt ástand, vegna þess að inn­grip lög­gjafans fram yfir eigin lög­gjöf um rík­is­borg­ara­rétt hlýtur ávallt að vera algjört und­an­tekn­inga­mál,“ sagði ráð­herr­ann.

Þetta er neyð­ar­úr­ræði

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar benti í fram­hald­inu á að Íslend­ingar væru með lög um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar.

„Ann­ars vegar er það með stjórn­valds­á­kvörðun hjá Útlend­inga­stofnun og hins vegar með lög­um. Þeir umsækj­endur sem senda inn umsögn sína til Alþingis gera það vegna þess að þeir upp­fylla ekki skil­yrði til að fá veit­ingu rík­is­borg­ara­réttar með stjórn­valds­á­kvörð­un. Fyrir því kunna að vera margar ástæð­ur; skortur á skil­ríkjum frá heima­landi, skortur á lesskiln­ingi, að fólk sé ólæst og geti því ekki farið í gegnum íslensku­próf­ið, Íslend­ingar sem hafa misst rík­is­borg­ara­rétt sinn en hafa ekki upp­fyllt skil­yrði til búsetu og svo fram­veg­is. Þetta er neyð­ar­úr­ræði þar sem Alþingi grípur inn í. Það er nauð­syn­legt að hafa það og á ekki að breyta því. Þetta eru um 25 umsóknir á ári og ég held að við séum ekk­ert of góð til þess.“

Lagði hún til að Alþingi breytti fyr­ir­komu­lag­inu vegna þessa ástands, aug­lýsti eftir umsókn­um, þ.e. sendi út aug­lýs­ingu um að umsækj­endur sem biðu milli vonar og ótta sendi umsóknir sínar beint til Alþingis svo að nefndin fengi þær upp­lýs­ingar beint.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent