Örn fagnaði sigri á Möltu

Örn Davíðsson nældi í gullverðlaun.
Örn Davíðsson nældi í gullverðlaun. Ljósmynd/FRÍ

Íslenskt frjálsíþróttafólk nældi í fimm verðlaun á lokakeppnisdegi Smáþjóðaleikanna á Möltu í gær. Örn Davíðsson vann einu gullverðlaunin þegar hann kastaði 71,69 metra í spjótkasti, fimm sentímetrum lengra en næstu menn.

Ívar Jasonarson varð annar í 400 metra grindahlaupi er hann hljóp á 52,17 sekúndum. Andrea Ercolani var 0,05 sekúndum á undan Íslendingnum og hlaut því gullverðlaun. Ingibjörg Sigurðardóttir fékk brons í sömu grein í kvennaflokki. Hún hljóp á 1:00,63 mínútu og var 0,03 sekúndum á eftir Duna Vinals frá Andorra sem varð önnur.

Þá fékk Ísland brons í bæði 4x400 metra hlaupi kvenna og karla. Kvennasveitina skipuðu þær Glódís Edda Þuríðardóttir, Þórdís Steinsdóttir, Elín Sigurbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Ívar Jasonarson, Anthony Vilhjálmsson, Ísak Traustason og Sæmundur Ólafsson skipuðu karlasveitina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert