Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Áður en hann vísaði á þennan neyðarlega hátt til Katrínar hafði hann minnst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Eftir að hafa kallað Katrínu Írlandsdóttur gerði hann tilraun til að afsaka mismælin:
„Þið heyrið að þetta er Freudísk mismæli. Ég er að hugsa um heimkynni mín,“ sagði Biden sem á forfeður frá Írlandi.
„Dóttir Íslands,“ sagði hann til að leiðrétta sig. „Þetta hefur verið afar afkastamikill fundur.“
Stutt er síðan Biden sagði Pútín Rússlandsforseta vera að „tapa stríðinu í Írak,“ þegar hann átti auðvitað við um Úkraínu.