Smit hjá Aftureldingu

Aftureldingarkonur geta ekki mætt til leiks gegn Fram á morgun.
Aftureldingarkonur geta ekki mætt til leiks gegn Fram á morgun. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kórónuveirusmit hefur komið upp í röðum kvennaliðs Aftureldingar í handknattleik og þar með hefur leik liðsins gegn Fram sem fram átti að fara í Safamýri annað kvöld í úrvalsdeild kvenna verið frestað.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að um smit og sóttkví sé að ræða hjá Aftureldingu. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn en þetta er þriðji leikurinn af fyrstu fimm í deildinni á þessu ári sem er frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert