Guðbjörg býður sig fram í stjórn KSÍ

Framboðum heldur áfram að fjölga til stjórnar KSÍ.
Framboðum heldur áfram að fjölga til stjórnar KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til stjórnarsetu á aukaþingi KSÍ í byrjun október.

Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag.

 „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroskaskeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli.

Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnað í að gera betur, því vil ég leggja mitt af mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman erum við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum,“ skrifaði hún.

Á mánu­dag­inn verður birt hverj­ir gefa kost á sér í stjórn­ar­kjör­inu. Framboðsfrestur til formanns og í stjórn KSÍ rennur út annað kvöld.

Sem stendur er Vanda Sigurgeirsdóttir eini frambjóðandinn sem býður sig fram til formanns og þeir sem bjóða sig fram til setu í stjórn KSÍ eru nú sjö talsins, en samtals þurfa 12 manns að sitja í stjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert