fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
FréttirPressan

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 24. júní 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttardómari í Ohio-fylki í Bandaríkjunum hefur verið rekinn frá störfum eftir að hann var tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu. Hinn fimmtugi Scott Blauvelt hefur starfað sem lögmaður og dómari í fylkinu síðan 1997 en þessi einkennilegi vani hans, að fara nakinn á rúntinn, er glæsta ferli hans ekki til hækkunar.

Á tímabilinu frá 2018 til 2021 var hann tekinn við þessa athöfn fimm sinnum, þrisvar á síðasta árinu. Þessi nýjasta tilraun Scotts innihélt það hins vegar einnig að særa blygðunarkennd miðaldra konu. Hann hefur áður sótt sálfræðiþjónustu fyrir þessar einkennilegu athafnir en hún virðist ekki hafa virkað.

Talinn „alvarleg ógn við almannaheill“

Samkvæmt miðlum á svæðinu var hann látinn tímabundið frá störfum árið 2020 þegar hann var aftur handtekinn fyrir að sýna samvegfarendum kynfæri sín. Komist var að þeirri niðurstöðu að hann væri „alvarleg ógn við almannaheill.“ Hann játáði aftur á sig sök í þessari viku og sætti 14 daga fangelsisvistar auk tveggja til fimm ára skilorðs.

Hæstiréttur Ohio-fylkis sagði í tilkynningu að Scott Blauvelt væri „í meðferð fyrir geðklofa“ og að hann „iðrist gjörða sinna.“ Honuum hefur verið sagt að hann geti starfað sem dómari aftur einn daginn en að hann þurfi að sanna að hann sinni meðferðinni.

Hins vegar hefur starfsmaður dómsins sagt að hann „geti ekki tryggt það að hann sýni ekki slíka eða líka háttsemi í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“