Allir nema sex til sölu á Old Trafford

Óvíst er hvort Alejandro Garnacho og Marcus Rashford verði áfram …
Óvíst er hvort Alejandro Garnacho og Marcus Rashford verði áfram samherjar að þessu tímabili loknu. AFP/Paul Ellis

Allir í leikmannahópi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, að sex undanskildum, eru til sölu að þessu keppnistímabili loknu.

Þetta segir Simon Stone, knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, um stöðu mála hjá félaginu en nýi meðeigandinn Jim Ratcliffe hyggst stokka rækilega upp í hópnum og koma United aftur í baráttu um stóru titlana.

Stone segir að samkvæmt sínum heimildum sé Marcus Rashford í hópi þeirra sem geti verið seldir í sumar þrátt fyrir umræður um að félagið vilji halda honum og koma honum aftur í fyrra form.

Undanskildir séu ungu leikmennirnir Rasmus Höjlund, Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho og mikið þurfi að gerast til að Bruno Fernandes, Andre Onana markvörður og Diogo Dalot verði seldir í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert