Ný ríkisstjórn um helgina

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Nýkjörið Alþingi kemur saman til þingsetningar á morgun, þriðjudag, og ef framvinda mála verður eins og um hefur verið rætt má búast við að ný ríkisstjórn taki við völdum um komandi helgi.

„Það væri hægt að nota föstudag, laugardag eða sunnudag í stjórnarskiptin. Áður þarf að kalla stofnanir flokkanna til fundar, sem þá gerist með stuttum fyrirvara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa mun nú við upphaf þingfunda kynna niðurstöðu sína varðandi mál og talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Þar þykir koma helst til geina að annaðhvort fari fram uppkosning í kjördæminu eða seinni talning atkvæða gildi. „Kosningarnar eru í raun ekki búnar fyrr en niðurstaða sérstakrar kjörbréfanefndar liggur fyrir,“ sagði Sigurður Ingi.

Þau drög að stjórnarsáttmála sem fyrir liggja segir Sigurður Ingi vera gott jafnvægi milli þeirra þriggja ólíku flokka sem að ríkisstjórninni standa, og taki jafnframt mið af niðurstöðum kosninga og málefnum sem þar hafi verið efst á baugi. „Allt er þetta þó sagt með fyrirvara um að við eigum eftir að leggja lokahönd á stjórnarsáttmálann.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert