Stöðvaður á 184 kílómetra hraða

mbl.is/Arnþór Birkisson

63 ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Einn þeirra mældist á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut við Tannastaði, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. 

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og bíður nú málsmeðferðar á ákærusviði lögreglu. 

Annar ökumaður mældist á 154 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi við Dalsel þann 13. júlí og var þar um erlendan ferðamann að ræða. Þriðja bifreiðin var mæld á 147 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi við Rauðalæk þann 14. júlí og þar, eins og við Biskupstungnabraut, var um Íslending að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert