30 létust er sprengja sprakk við gistihús

Hópur Afgana biðlar til alþjóðasamfélagsins.
Hópur Afgana biðlar til alþjóðasamfélagsins. AFP

Þrjátíu létust og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk við gistihús í austurhluta Afganistan seint á föstudagskvöld. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Fjöldi bygginga skemmdist í sprengingunni, sem varð um klukkan sjö að kvöldi til að staðartíma.

Meðal þeirra sem létust voru menntaskólanemar sem voru að undirbúa sig undir aðgöngupróf í háskóla, að sögn Hasibullah Stanekzai, leiðtoga héraðsins Logar þar sem spreningin varð.

Árásum hefur fjölgað nokkuð í landinu síðan Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga allt herlið Bandaríkjanna frá landinu fyrir 11. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert