FH-ingar ferðast líklega til Tékklands í desember

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fer yfir málin í leikhléi.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fer yfir málin í leikhléi. mbl.is/Íris

Útlit er fyrir að karlalið FH í handknattleik sé á leiðinni í ferðalag til Tékklands í desember miðað við það sem fram kemur hjá Ásgeiri Jónssyni í samtali við Handbolta.is. 

Ásgeir er formaður handknattleiksdeildar FH og Handbolti.is ræddi við hann um Evrópuleikina sem fram undan eru gegn tékkneska liðinu Robe Zubri. 

Í kórónuveirufaraldrinum hafa íþróttalið reynt að draga úr ferðalögum og var því búist við að annaðhvort yrðu báðir leikirnir á Íslandi eða báðir í Tékklandi. Að sögn Ásgeirs bendir allt til þess að leikið verði heima og að heiman eins og vanalegt er í Evrópukeppnum þegar ekki geisar heimsfaraldur. 

Ekki sé þó komin niðurstaða í málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert