Lilja áfrýjar til Landsréttar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun til Landsréttar en héraðsdómur hafnaði kröfu ráðherra um að úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála yrði ógilt­ur. 

Greint er frá áfrýjuninni á vef RÚV þar sem enn fremur kemur fram að Lilja muni ekki tjá sig um niðurstöðuna við fjölmiðla á meðan áfrýjunarferli stendur.

Úrskurður héraðsdóms í morgun laut að því að ráðherra hefði brotið jafn­rétt­is­lög með ráðningu Páls Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi bæj­ar­rit­ara Kópa­vogs­bæj­ar, í stöðu ráðuneyt­is­stjóra, í stað þess að ráða Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur í starfið.

Úrsk­urður­inn stend­ur því og ís­lenska ríkið skal greiða Haf­dísi máls­kostnað upp á 4,5 millj­ón­ir. Enn er svig­rúm til áfrýj­un­ar og ráðherra gæti því skotið mál­inu til æðra dóm­stigs. Úr því úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar stend­ur, get­ur Haf­dís nú ákveðið að sækja bæt­ur á grund­velli hans.

Embætti ráðuneyt­is­stjóra í ráðuneyt­inu var aug­lýst í júní árið 2019 og sóttu þrett­án um stöðuna. Fjór­ir voru metn­ir hæf­ast­ir af hæf­is­nefnd, tvær kon­ur og tveir karl­ar. Haf­dís Helga Ólafs­dótt­ir kærði skip­un­ina og komst kær­u­nefnd­in að þeirri niður­stöðu að mennta­málaráðherra hefði van­metið hæfi henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert