fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Lést af COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 16:25

Kristmann Eiðsson. Aðsend mynd. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristmann Eiðsson, þýðandi og kennari, er látinn, 84 ára að aldri. Sonur hans, Gauti Kristmannsson prófessor, tilkynnti um lát hans á Facebook: „Jæja, þá er hann farinn, fallinn fyrir veirunni skæðu. Söknuðurinn er mikill í allri fjölskyldunni,“ segir þar.

Lést Kristmann af COVID-19 á þrjðudagskvöld.

Kristmann stundaði háskólanám í íslensku en var lengst af enskukennari við Réttarholtsskóla. Hann var mikilvirkur þýðandi, einkum á sjónvarpstefni. Hann þýddi fræga leikna sjónvarpsþætti um Helför gyðinga, Holocaust. Þýðing hans á orðinu Holocaust sem „Helförin“ markar tímamót og er þar um að ræða nýyrði í íslensku.

DV sendir fjölskyldu og vinum Kristmanns Eiðssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt