„Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar“

Friðrik Ómar Hjörleifsson kynnir stigin fyrir hönd Íslands.
Friðrik Ómar Hjörleifsson kynnir stigin fyrir hönd Íslands.

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer á næsta laugardagskvöld. Friðrik Ómar þekkir Eurovision betur en flest en hann söng framlag Íslands í keppninni 2008, með söngkonunni Regínu Ósk, en saman kölluðu þau sig Eurobandið. Lagið This is my life komst þá áfram úr undanúrslitunum í Belgrad, Serbíu og endaði í 14. sætinu á úrslitakvöldinu sem þá var besti árangur Íslands í fimm ár.

Friðrik Ómar hefur síðan þá átt sess í hjarta Eurovision-aðdáenda um allan heim og syngur lagið á alls konar viðburðum tengdum keppninni á ári hverju. Hann söng einnig bakrödd þegar Jóhanna Guðrún lenti í 2. sæti með lagið Is it True árið 2009 og var blaðafulltrúi Gretu Salóme og Jónsa árið 2012 þegar lagið Never forget fór fyrir Íslands hönd.

„Það er mikill heiður að fá að kynna stig íslensku dómnefndarinnar,“ segir Friðrik Ómar og bætir við:

„Nema kannski ef ég er ekki sáttur við 12 stigin sem þau ætla að gefa. Ég veit nefnilega ekki hverjir eru í dómnefndinni. Ég er hvatvís að eðlisfari svo það gæti farið svo að ég gefi sjálfur einhverju landi 12 stig ef mér líkar ekki niðurstaða dómnefndar. Ég vona að ég verði ekki eini Íslendingurinn sem birtist á skjánum þetta kvöld, fyrir utan þýska keppandann. Áfram Ísland og góða skemmtun,“ segir hann. 


Úrslitakvöldið fer fram á laugardagskvöldið og hefst í beinni útsendingu á RÚV kl. 19.00.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg