Fótbolti

Sverrir Ingi og fé­lagar töpuðu í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK.
Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK. NESImages/DeFodi/Getty

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn þegar PAOK tapaði 2-0 fyrir AEK Aþenu í úrslitum grísku bikarkeppninnar. PAOK var manni fleiri frá 6. mínútu leiksins.

Lazaros Rota fékk beint rautt spjald í liði AEK þegar leikurinn var varla byrjaður. Manni fleiri var PAOK mun meira með boltann og átti fleiri skot en það skiptir hins vegar engu máli. AEK Aþena átti tvö skot á markið og bæði enduðu í netinu.

Harold Moukoudi braut ísinn um miðbik fyrri hálfleiks og Paulo Fernandes Cantin gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-0 og AEK vinnur því tvöfalt en liðið varð grískur meistari á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×