Lærisveinar Dags steinlágu gegn Frökkum

Dagur Sigurðsson, þjálfari Japans.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Japans. AFP

Heimamenn í Japan og Frakkar undirbúa sig nú fyrir handknattleiksmót Ólympíuleikanna í Tókýó og léku í morgun í vináttulandsleik.

Skemmst er að segja frá því að mikið var skorað í honum þar sem Frakkar settu boltann 47 sinnum í netið hjá lærisveinum Dags Sigurðssonar í Japan.

Japanir skoruðu sjálfir 32 mörk og því ljóst að varnarleikur hefur ekki verið í miklu aðalhlutverki hjá liðunum.

Staðan í hálfleik var 18:14 en í síðari hálfleik skoruðu Frakkar 29 mörk.

Frakkland leikur í A-riðli mótsins og Japan í B-riðli. Bæði hefja þau leik á Ólympíuleikunum næstkomandi laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert