fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Leiðari

Náðarhögg nýsköpunar – Kona fær hugmynd

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 21:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs 18. september 2020

DV Nýsköpun er gríðarlega mikilvæg og ekki síst nú þegar atvinnuleysi er að aukast. Krafti og hugmyndaauðgi verður ekki sagt upp – sé farvegur fyrir þessa mikil­vægu lífsorku. Það er lítið mál að fá góða hugmynd en að koma henni úr minnisbók í framkvæmd er allt annað mál. Sérstaklega í fyrsta skipti. Með enga reynslu er allt erfiðara og leiðin lengri. Því er mjög mikilvægt að geta leitað á góða staði þar sem nýsköpun er tekið fagnandi og ásetningur þess er leiðir vinnuna er skýr.

Tökum dæmi. Kona fær hugmynd. Hún á rétt á atvinnuleysisbótum og getur því sótt um að komast í úrræði á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem kallast Frumkvæði og virkar þannig að hún heldur bótunum sínum og fær styrka leiðsögn í að láta hugmynd sína verða að veruleika, svo sem leiðsögn í bókhaldi, gerð viðskiptaáætlunar, markaðsmál og fleira.

Þar að auki fer hún á fasta fundi með verkefnastjóra sem heldur utan um þróun verkefnisins og tilvonandi frumkvöðullinn þarf að skila vissum verkefnum á tímabilinu sem saman byggja upp heildstæða viðskipta­áætlun. Þess utan er gríðarlegt magn upplýsinga og leiðbeininga í boði auk þess sem hægt er að bóka fundi með fjölda sérfræðinga.

Þarna finnur okkar kona til sín.

Hugmyndin þokast í rétta átt. Þegar hún er við það að missa móðinn, allt tekur lengri tíma en hún gerði ráð fyrir, þá er næsti fundur og hún töluð áfram. Minnt á hversu brött og erfið þessi leið frá hugmynd er en um leið hversu ánægjulegt það er að sjá hana verða að veruleika.

Nokkrum mánuðum síðar er konan farin að ráða aðra í vinnu og huga að næstu hugmynd. Því fylgja símtöl frá ókunnugum og kunnugum sem vilja vita hvernig hún fór að þessu. Fá ráð og vilja virkja sínar eigin hugmyndir og neista og hún deilir vitneskju sinni auðvitað full eld­móðs yfir því hvað sé hægt að gera.

Er þetta góð hugmynd eða er betra að hanga heima á bótum og finna eldmóðinn þynnast út í kalt vetrar­loftið? Fleiri veirufréttir, meira atvinnuleysi og minna fyrir peninginn í næstu matvöruverslun?

Nýsköpunarmiðstöð verður lokað um áramótin en þó hefur verið undirritaður samningur þess efnis að Frumkvæði muni halda áfram í einhverri mynd. Samningurinn er undirritaður við Nýsköpunarmið­stöð og gildir fram í mars. Áhugavert þegar litið er til þess að í janúar verða engir starfsmenn á staðnum. Ráðherra nýsköpunarmála hefur talað fyrir því að nýsköpun sé að færast meira yfir til einkaaðila og því minni þörf á aðkomu ríkisins. Er það góð hugmynd?

Fyrir konuna hér að framan hefði það að öllum líkindum þýtt að hún hefði tapað hluta fyrirtækisins áður en það varð að veruleika með því að þurfa að gefa frá sér hluta fyrirtækisins til að komast inn í Nýsköpunarúrræðið, en það er til dæmis módelið sem Arion banki keyrir á í sínu nýsköpunarúrræði. Ekki slæmur kostur en ekki sá besti og það er ekki hlaupið að því að komast að í slíkum úrræðum hjá einka­aðilum auk þess sem sjaldnast eru tryggðar tekjur á meðan. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum en finnst það þó kristaltært að það sé vond hugmynd að loka

Nýsköpunarmiðstöð í miðjum heimsfaraldri og auknu atvinnuleysi. Ekki síst þar sem það kostar yfir 300 milljónir að loka Nýsköpunarmiðstöð líkt og kemur fram í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þegar Klopp söng nafn Slot fyrir framan stuðningsmenn á Anfield

Sjáðu þegar Klopp söng nafn Slot fyrir framan stuðningsmenn á Anfield
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“