Eldri borgarar stofna rafíþróttalið

Ljósmynd/Matagi Snipers

Liðið Matagi Sniper er japanskt atvinnurafíþróttalið sem samanstendur af átta eldri borgurum. Er liðið fyrsta atvinnurafíþróttalið sinnar tegundar í Japan.

Vilja sýna fram á ávinning rafíþróttaspilunar

Með stofnun liðsins vilja leikmennirnir sýna fram á ávinning þess að spila rafíþróttir á elliárum, ásamt því að vekja hrifningu barnabarna sinna. Eru átta leikmenn í liðinu af báðum kynjum, en voru þau valin úr hópi tuttugu og eins einstaklings til að taka ganga til liðs við liðið.

Yngsti meðlimur liðsins er 66 ára, en sá elsti er 73 ára. Þrátt fyrir að liðið sé fyrsta atvinnurafíþróttaliðið í Japan, hafa lið eldriborgara áður sett svip sinn á rafíþróttaheiminn þar í landi ásamt öðrum löndum.

Leikmenn Matagi Snipers æfa saman þrisvar sinnum í viku, og er markmiðið að keppa í rafíþróttamótum og sigra. Hvort upp spretti rafíþróttamót fyrir eldri borgara útfrá stofnun liðsins er spurning, en liðið stefnir á að streyma frá leikjum sínum í næsta mánuði.

Rafíþróttastaður fyrir 60 ára og eldri

Árið 2020 opnaði rafíþróttastaður í Japan sem einungis er ætlaður 60 ára og eldri. Hefur 88 ára maður vakið athygli er hann hefur sótt staðinn reglulega til að spila tölvuleiki. 

Er greinilegt að Japan er að gera góða hluti í rafíþróttum þar í landi, og vinni að því að útrýma fordómum eldri kynslóða gagnvart rafíþróttum með því að kynna eldri borgurum fyrir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert