Íslendingaslagur í úrslitakeppninni

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. Haraldur Jónasson/Hari

Skjern tók á móti Holstebro í úrslitakeppni danska handboltans í dag og höfðu gestirnir betur, 33:27.

Munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 13:10, og unnu gestirnir að lokum sex marka sigur en Óðinn Þór Ríkharðsson var drjúgur fyrir Holstebro, skoraði sex mörk úr sex skotum. Elvar Örn Jónsson var næstmarkahæstur í liði Skjern með þrjú mörk úr sjö skotum.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni þar sem efstu átta liðin eru nú komin í tvo riðla þar sem liðin í 1. og 2. sæti í deildakeppninni byrja með tvö stig, liðin í 3. og 4. sæti með eitt stig en liðin í 5.-8. sæti fara stiga­laus í keppn­ina.

Holstebro er því með þrjú stig en Skjern ekkert. Aalborg og Skanderborg eru einnig í öðrum riðli. Í fyrsta riðli eru GOG, Bjerringbro-Silkeborg, SönderjyskE og Kolding. Íslendingar leika með fimm af liðunum átta og Arnór Atlason er auk þess aðstoðarþjálfari sjötta liðsins, Aalborg. Aðeins Skanderborg og Bjerringbro-Silkeborg eru ekki með neinn Íslending í sínum röðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert