Sigurmark Real kom seint

Leikmenn Real fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Real fagna sigurmarkinu. AFP

Real Madrid náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-sigri á Sevilla á heimavelli.

Það byrjaði ekki vel fyrir Real Madrid því Rafa Mir kom Sevilla yfir á 12. mínútu. Karim Benzema jafnaði á 32. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

Þegar margt benti til þess að liðin myndu skipta með sér stigunum skoraði Vinicius Júnior sigurmark Real eftir undirbúning hjá varnarmanninum Éder Militao.

Real er með 33 stig á toppi deildarinnar. Atlético Madrid er í örðu sæti með 29 stig, eins og Real Sociedad í þriðja. Sevilla er í fjórða með 28 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert