Hersir aðstoðar Bjarna Benediktsson

Hersir Aron Ólafsson.
Hersir Aron Ólafsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Hersi Aron Ólafsson sem aðstoðarmann sinn. Hersir er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur lokið BA- og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk prófs í verðbréfaviðskiptum.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Hersir tekur við af Svanhildi Hólm Valsdóttur, sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Undanfarið hefur Hersir starfað sem lögfræðingur og regluvörður Ölmu íbúðafélags hf., en áður starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu, sem fréttamaður og þáttastjórnandi í Íslandi í dag á Stöð 2 og sem blaðamaður hjá Árvakri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert