Íslenski boltinn

Ragnar Sigurðsson aftur til Fylkis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í einum af 97 landsleikjum sínum.
Ragnar Sigurðsson í einum af 97 landsleikjum sínum. vísir/vilhelm

Ragnar Sigurðsson er genginn í raðir uppeldisfélagsins Fylkis. Hann skrifaði undir samning við félagið út næsta tímabil.

Ragnar lék síðast með Fylki 2006 en hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fimmtán ár.

Ragnar var síðast á mála hjá Rukh Liev í Úkraínu. Hann hefur einnig leikið í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Englandi.

Miðvörðurinn er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 97 leiki. Í þeim hefur hann skorað fimm mörk. Eitt þeirra kom í sigrinum fræga á Englandi á EM 2016.

Ragnar, sem er 35 ára, lék 49 leiki með Fylki og skoraði tvö mörk áður en hann hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

Fylkir er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjórtán stig eftir þrettán leiki. Næsti leikur liðsins er gegn KR á Meistaravöllum á mánudaginn.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×