Erlent

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Ali Harbi Ali mætti fyrir dóm í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa stungið Amess til bana. 
Ali Harbi Ali mætti fyrir dóm í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa stungið Amess til bana. 

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi.

Sjá einnig: Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag. 

Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var  þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa. 

Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar. 


Tengdar fréttir

Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása.

Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk

Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×