fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Fullt af leikjum í Lengjubikarnum: Nýliðarnir sigruðu Fylkismenn – KA skoruðu sjö

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 18:37

Mynd: Kórdrengir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í dag.

Fylkismenn fengu Leiknismenn í heimsókn en Leiknir komst upp í Pepsi Max-deildina í sumar. Eina mark leiksins var skorað af fyrirliða Leiknis, Sævari Atla Magnússyni, á 71. mínútu leiksins. Aðeins fjórum mínútum seinna fékk Dagur Austmann Hilmarsson, leikmaður Leiknis, sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Það kom ekki að sök og tóku Leiknismenn öll stigin með sér yfir Elliðaárnar.

Bæði Akureyrar-liðin spiluðu fyrir sunnan í dag. Þórsarar fengu 4-0 skell í boði FH inni í Skessunni. Mörk frá Einari Erni Harðarsyni og Matthíasi Vilhjálmssyni þýddu að Hafnfirðingar leiddu leikinn 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Þórir Jóhann Helgason og Vuk Oskar Dimitrijevic skoruðu síðan sitthvort markið í seinni hálfleik og þægilegur sigur innsiglaður.

KA-menn stóðu sig öllu betur þegar þeir mættu Aftureldingu í Mosfellsbænum. Þeir komu boltanum sjö sinnum í mark Aftureldingar en Daníel Hafsteinsson og Brynjar Ingi Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk fyrir Akureyringa. Jonathan Hendrix skoraði sitt annað mark í þremur leikjum og skoruðu Hallgrímur Mar Steingrímsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson einnig eitt mark hvor. Valgeir Árni Svansson skoraði eina mark Aftureldingar og fóru leikar því 7-1, KA-mönnum í vil.

Íslandsmeistarar Vals fengu HK í heimsókn á Origo-völlinn. Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Orri Sigurður Ómarsson tvöfaldaði forrystu heimamanna á 55. mínútu og virtist þetta ætla að enda með þægilegum sigri Valsara. Stefan Alexander Ljubicic var þó ekki sammála því og minnkaði hann muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hann var síðan aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann jafnaði leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

KR mættu Kórdrengjum í Vesturbænum og voru þeir ekki lengi að skora fyrsta markið. Á níundu mínútu kom Grétar Snær Gunnarsson KR yfir en ekkert fleira gerðist fyrr en á 75. mínútu þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði og kom Vesturbæingum í 2-0. Oddur Ingi Bjarnason skoraði síðan þriðja mark KR á 88. mínútu áður en Þórir Rafn Þórisson minnkaði muninn í uppbótartíma. 3-1 sigur KR.

Kvennamegin buðu Tindastóll og FH-ingar upp á markaveislu á Sauðárkróki. Elín Björg Símonardóttir og Esther Rós Arnarsdóttir skoruðu báðar fyrir gestina á innan við korteri en stuttu seinna minnkaði Bryndís Rut Haraldsdóttir muninn fyrir Sauðkrækinga. Það dugði þó skammt því aðeins þremur mínútum eftir mark Bryndísar var Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir búin að koma FH-ingum í 3-1. Áður en flautað var til hálfleiks skoraði Murielle Tiernan fyrir Tindastól og staðan því 2-3 í hálfleik. Markagleði liðanna hélt áfram í hálfleik og skoraði Elísa Lana Sigurjónsdóttir snemma í seinni hálfleik fyrir FH-inga og bætti Elín Björg síðan við sínu öðru marki. Krista Sól Nielsen og María Dögg Jóhannesdóttir klóruðu í bakkann fyrir Tindastól en það dugði ekki og sigruðu Hafnfirðingar flottan 5-4 sigur.

ÍBV mætti til Keflavíkur og rétt naumlega töpuðu leiknum. Ragna Sara Magnúsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Því leiddu Keflvíkingar í hálfleik 1-0. Thelma Sól Óðinsdóttir jafnaði metin fyrir Eyjakonur í byrjun seinni hálfleiks en Natasha Moraa Anasi skoraði sigurmark Keflvíkinga á 89. mínútu. Naumur en góður 2-1 sigur staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ederson með brot í augntóft og missir af leikjunum tveimur þar sem City getur unnið báða titlana

Ederson með brot í augntóft og missir af leikjunum tveimur þar sem City getur unnið báða titlana
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sádar sýna Dybala áhuga en hann vil helst vera áfram

Sádar sýna Dybala áhuga en hann vil helst vera áfram
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur