Vilja gera Detroit að heilsársáfangastað

Það er hefð fyrir því að taka vel á móti …
Það er hefð fyrir því að taka vel á móti nýjum flugfélögum þegar þau fljúga sitt fyrsta flug á nýjan áfangastað, til dæmis með heiðursboga. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair flaug sitt fyrsta áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michigan-ríki síðastliðinn fimmtudag. Detroit verður fimmtándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku og flogið verður fjórum sinnum í viku.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að mikil tækifæri séu í að fljúga til Detroit.

„Þetta svæði hefur verið í hröðum vexti og við fundum fyrir eftirspurn og svöruðum kallinu. Fluginu hefur verið vel tekið og bókanir eru sterkar,“ segir Bogi Nils og bætir við að hann sjái tækifæri í að útvíkka leiðakerfið á næstu misserum.

„Við sjáum tækifæri á næstu árum í að þróa leiðakerfið okkar áfram. Bæði með því að bæta tíðni við núverandi áfangastaði og finna nýja áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins.“

Bogi Nils segir að stefnt sé að því að Detroit verði heilsársáfangastaður líkt og Raleigh Durham í Norður-Karólínuríki.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert