Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir klukkan 18:30 í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir klukkan 18:30 í kvöld. Vísir/arnar

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu.

Við höldum þá áfram umfjöllun okkar um ábyrgðarmannakerfið en háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar kerfið var lagt af. Fréttir síðustu daga sýni að tilefni sé til endurskoðunar.

Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig eftir banaslys í vikunni að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum.

Þá ræðum við við nemendur við Verzlunarskóla Íslands sem hafa þróað og framleitt salt sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum og kíkjum á sýningu á Listasafni Reykjavíkur í tilfefni 50 ára afmælis Kjarvalsstaða.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×