Sport

Dagskráin í dag: Golf og mikilvægir leikir í Pepsi Max-deildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valur og Breiðablik eiga strembna leiki fyrir höndum í dag.
Valur og Breiðablik eiga strembna leiki fyrir höndum í dag. Vísir/Elín Björg

Golf og fótbolti eru á boðstólunum á rásum Stöðvar 2 Sport þennan laugardaginn. Fyrsta útsending hefst klukkan 9:30 og sú síðasta klukkan 17:00.

Golf

Evian-meistaramótið í golfi heldur áfram á LPGA-mótaröðinni en þriðji dagur mótsins er í dag. Bein útsending frá því hefst klukkan 9:30 á Stöð 2 Golf.

Sömu sögu er að segja af Opna breska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga sem hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 2.

Þá er þriðji hringur Kazoo Open á Evrópumótaröðinni sem hefst klukkan 14:30 á Stöð 2 eSport.

Loks er 3M Open á PGA-mótaröðinni. Bein útsending frá þriðja hringnum þar hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.

Fótbolti

Toppliðin tvö í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eiga bæði leiki í dag. Valskonur, sem eru á toppnum með 26 stig, eiga leik við Þór/KA norðan heiða klukkan 16:00. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 15:50 og má nálgast á stod2.is og í Stöð 2-appinu.

Breiðablik er aðeins tveimur stigum á eftir Valskonum í öðru sætinu. Þær mæta Selfossi, sem er í þriðja sæti með 18 stig, í stórleik dagsins á Kópavogsvelli á sama tíma. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 15:50 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×